Dagsferð 2013
- 40 stk.
- 12.07.2013
Í morgun fór Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, ásamt nokkrum öðrum forsvarsmönnum stéttarfélaga á svæðinu í heimsókn á vinnusvæðið við Vaðlaheiðargöng. Jón Leví Hilmarsson svæðisstjóri tók á móti hópnum, fræddi þá um framkvæmdina og sýndi svæðið. Farið var að gangamunanum og fylgst með þegar borað var í bergið, en nú þegar er búið að sprengja um 6 til 8 metra inn í það. Einnig var starfsmannaaðstaðan skoðuð sem og skrifstofuaðstaðan og mötuneytið.
Skoða myndirLaugardaginn 2. mars bauð Eining-Iðja félagsmönnum sem eru lífeyrisþegar á leikritið Dagatalsdömurnar sem Freyvangsleikhúsið sýnir í Freyvangi. Á undan sýningu var boðið upp á kaffiveitingar á Öngulstöðum. Um 120 félagsmenn þáðu boðið og skelltu sér í kaffi og á skemmtilega leiksýningu.
Skoða myndirSumarhúsið, sem er 57 fermetrar að stærð, er vel útbúið að innan og með heitum potti, stórri verönd og útigrilli. Það er í fjallshlíð mót suðri og er útsýnið afar fagurt. Góðar gönguleiðir eru í nágrenninu. Nánari upplýsingar á https://mitt.ein.is/ þegar umsóknartímabil er opið
Skoða myndirEining-Iðja hefur til afnota eitt orlofshús í Brekkuskógi sem búið er að endurnýja að innan. Í húsinu er forstofa og stofa og eldhús í sama rými, baðherbergi með sturtu. Herbergi er með hjónarúmi og á svefnlofti eru tvö rúm sem hægt er að færa saman og tvær auka dýnur. Útipallur er með útihúsgögnum og heitum potti. Þvottavél má finna í þjónustumiðstöð. Nánari upplýsingar á https://mitt.ein.is/ þegar umsóknartímabil er opið
Skoða myndirFélagið á eitt hús í orlofsbyggðinni Flókalundi. Á svæðinu er sundlaug. Vert er að benda á áhugaverðan valkost sem er að nota Breiðafjarðarferjuna Baldur en hún siglir milli Brjánslækjar í Vatnsfirði og Stykkishólms með viðkomu í Flatey. Það eru því margir möguleikar til styttri og lengri ferða fyrir þá sem dvelja í orlofshúsum í Vatnsfirði. Nánari upplýsingar á https://mitt.ein.is/ þegar umsóknartímabil er opið
Skoða myndirNokkrar myndir af húsum félagsins á Illugastöðum. Eining-Iðja á samtals fjórtán orlofshús á Illugastöðum en nokkur þeirra eru leigð til annarra stéttarfélaga yfir sumarið í skiptum fyrir orlofshús annars staðar á landinu. Eitt af húsum félagsins er með betra aðgengi fyrir fólk með skerta hreyfigetu, hús nr. 26. 13 hús er um 45 fermetrar að stærð með tveimur svefnherbergjum, en einnig á félagið eitt hús sem eru um 80 fermetrar að stærð, hús nr. 18. Á Illugastöðum er sundlaug sem er eingöngu opin yfir sumartímann. Leikvöllur er á svæðinu með skemmtilegum leiktækjum fyrir börnin. Stutt er yfir í Vaglaskóg þar sem miklir möguleikar eru til gönguferða.. Í orlofshúsum félagsins á Illugastöðum eru svefnpláss fyrir sex til átta manns í hverju húsi. Tvö svefnherbergi eru í húsinu, í öðru þeirra er eitt tvíbreitt rúm og í hinu eru tvær kojur fyrir tvo. Að auki er svefnsófi í stofunni í nokkrum húsanna. Nánari upplýsingar á https://mitt.ein.is/
Skoða myndirOrlofshúsasvæðið Klifabotn í Lóni hefur reynst vinsælt meðal félagsmanna Einingar-Iðju. Þar ríkir enda skaftfellsk kyrrð og veðursæld í skjóli stærsta jökuls Evrópu, Vatnajökuls. Klifabotn, er í Þórisdal í Lóni, skammt austan við Laxá, og stendur við Strandaháls sem er hluti af Sveitarfélaginu Hornafirði. Eining-Iðja hefur til umráða eitt hús í Klifabotni, rúmgott og vel búið. Nánari upplýsingar á https://mitt.ein.is/ þegar umsóknartímabil er opið
Skoða myndirEining-Iðja hefur til umráða tvö hús í Munaðarnesi yfir sumartímann. Heitur pottur er við húsin. Hús nr. 36 er 56 fermetrar að stærð en hús nr. 53 er 48 fermetrar að stærð. Nánari upplýsingar á https://mitt.ein.is/ þegar umsóknartímabil er opið
Skoða myndir