Leyfi frá störfum eða launalaust leyfi er háð samþykki yfirmanns, launalaust leyfi getur verið vegna brýnna fjölskylduaðstæðna eða vegna annara óskilgreindra atvika. Frítökurétt er vegna skerðingar á lágmarkshvíld er að finna í kjarasamningi.
Hér að neðan má finna frekari skýringar á leyfi og frítökurétti vegna skerðingar á hvíld
Leyfi frá störfum - Launalaust leyfi
Óski starfsmaður eftir leyfi frá störfum eða launalaust leyfi er það á valdi atvinnurekanda að samþykkja eða synja slíkri beiðni. Nema í þeim tilfellum sem erum er að ræða brýnar fjölskylduaðstæður.
Samkomulag er á milli launþega og atvinnurekanda og í slíkum tilfellum er ráðningarsamningi ekki lokið.
Fyrirkomulag um leyfi frá störfum eða launalaust leyfi þarf að vera skýrt, með tilliti til upphafs, endis og orlofs.
Frítökuréttur vegna skerðingar á lágmarmarkshvíld
11. klst. samfelld lágmarkshvíld á hverju 24 klst. tímabili. Miðað er við heildstæðan vinnutíma hjá sama atvinnurekanda og skiptir því ekki máli hvort unnin eru tvö eða fleiri mismunandi störf fyrir sama atvinnurekanda eða hvort í gildi séu einn eða fleiri ráðningarsamningar við hann.
Einn hvíldardagur á viku í beinu framhaldi af daglegri lágmarkshvíld, þ.e. 35 klst. samfelld hvíld.
Hámarksvinnutími á viku skal að meðaltali ekki vera meiri en 48 virkar vinnustundir að yfirvinnu meðtalinni.
Sjá ákvæði samninga vegna sér útfærslu:
2.4.2. Frávik og frítökuréttur (Almennur samningur SGS)
2.4.5 Frítökuréttur (Samningur SGS við Samband íslenskra sveitarfélaga)
2.4.5 Frítökuréttur (Samningur SGS við ríkið)