Uppsagnarfrestur er tilkynning um ráðningarslit. Ekki skiptir máli hvort undirritaður hafi verið ráðningarsamningur það er ráðningarsambandið sem gildir þ.e. að starfsmaður hafi unnið hjá atvinnurekenda.
Uppsagnarfrestur er gagnkvæmur, hann er sá sami hvort heldur sem launþegi eða atvinnurekandi segir upp. Á báðum aðilum hvílir sú skyldu til að virða uppsagnarfrest.
Uppsagnarfrestur er sá tími sem launþegi þarf að vinna eftir að starfi er sagt upp. Uppsögn tekur því gildi og á ekki að beyta vinnufyrirkomulagi sem var við líði þegar uppsögn tók gildi.
Hér fyrir neðan má sjá hvað stendur um uppsagnarfrest í viðkomandi kjarasamningi
Almenni markaðurinn
- Eftir tveggja vikna samfellt starf hjá sama atvinnurekanda: 12 almanaksdagar
- Eftir 3 mánuði samfellt í starfi hjá sama atvinnurekanda: 1 mánuður m.v. mánaðamót
- Eftir 2 ár samfellt í starfi hjá sama atvinnurekanda: 2 mánuðir m.v. mánaðamót
- Eftir 3 ár samfellt í starfi hjá sama atvinnurekanda: 3 mánuðir m.v. mánaðamót
- Sé starfsmanni sagt upp, eftir a.m.k. 10 ára samfellt starf hjá sama fyrirtæki, er uppsagnarfrestur fjórir mánuðir ef starfsmaður er orðinn 55 ára, 5 mánuðir ef hann er orðinn 60 ára og 6 mánuðir þegar hann er orðinn 63 ára. Starfsmaður getur hins vegar sagt upp starfi sínu með þriggja mánaða fyrirvara.
Ríkið
- Gagnkvæmu uppsagnarfrestur er þrír mánuðir.
- Á fyrstu þremur mánuðum, sem er reynslutími er hann þó einn mánuður.
- Sé starfsmanni sagt upp, eftir a.m.k. 10 ára samfellt starf hjá sömu stofnun, er uppsagnarfrestur sem hér segir:
- 4 mánuðir ef starfsmaður er orðinn 55 ára
- 5 mánuðir ef hann er orðin 60 ára
- 6 mánuðir þegar hann er orðinn 63 ára
- Starfsmaður getur hins vegar sagt upp starfi sínu með þriggja mánaða fyrirvara.
Sveitarfélög
- Gagnkvæmur uppsagnarfrestur er þrír mánuðir
- Á fyrstu þremur mánuðum, sem er reynslutími er hann þó einn mánuður.
- Sé starfsmanni sagt upp, eftir a.m.k. 10 ára samfellt starf hjá sömu stofnun, er uppsagnarfrestur sem hér segir:
- 4 mánuðir ef starfsmaður er orðinn 55 ára
- 5 mánuðir ef hann er orðin 60 ára
- 6 mánuðir þegar hann er orðinn 63 ára
- Starfsmaður getur hins vegar sagt upp starfi sínu með þriggja mánaða fyrirvara.