Sjúkraíbúðir í Reykjavík

Eining-Iðja á þrjár sjúkraíbúðir í Reykjavík, tvær er í Sóltúni og ein í Ásholti. Þær eru ætlaðar til leigu fyrir félagsmenn sem þurfa að dvelja í höfuðborginni á meðan þeir leita sér lækninga. Þær eru búnar öllum helsta húsbúnaði og eru leigðar eftir því sem félagsmönnum hentar, það er fólk er ekki bundið við að leigja í eina viku í senn heldur er hægt að leigja í tiltekinn dagafjölda.

Stærðir íbúða og svefnpláss

  • Ásholt 2, 3. hæð. Lítil tveggja herbergja íbúð. Stærð á rúmum: í herbergi er tvöfalt rúm 160cm og svefnsófi í stofu 160cm.
  • Sóltún 30, 2. hæð. Þriggja herbergja íbúð.  Það eru 2 svefnherbergi í íbúðinni, í öðru er tvíbreitt 160 cm rúm og í hinu er koja; 120 cm niðri og 90cm uppi.
  • Sóltún 30, 3. hæð. Fjögurra herbergja íbúð. í íbúðinni eru 3 svefnherbergi; 1x tvíbreitt rúm 160cm, 2x kojur; 120cm niðri og 90cm uppi. 
Félagsmenn þurfa að hafa samband við skrifstofur félagsins til að bóka þessar íbúðir og starfsmenn sjá um það ferli. (Þær eru ekki inni á orlofshúsavefnum) Þegar bókunin hefur farið fram þarf leigutaki að greiða leiguna með því að fara á Mínar síður félagsins á sínum rafrænu skilríkjum. Þar inni eru allar upplýsingar um pöntunina. Félagsmaðurinn greiðir leiguna og fær leigusamninginn í tölvupósti um leið og greiðslan fer í gegn.

 

Sóltún          Ásholt