Launagreiðendur athugið!

Hér geta launagreiðendur nálgast helstu upplýsingar um hvernig best sé að bera sig að við greiðslur gjalda auk annarra hagnýtra upplýsinga.

Launagreiðendum ber að senda inn skilagreinar fyrir hvern launamánuð með sundurliðun á öllum iðgjöldum fyrir hvern launþega merkt réttu stéttarfélagsnúmeri. Númer félagsins er F235.

Athuga vel að aðildarfélagsnúmer séu rétt og sjóðir séu rétt skráðir áður en sent er rafrænt í fyrsta sinn.

Skil úr launakerfi

Mörg launakerfi bjóða upp á þann möguleika að senda skilagreinar beint inn í kerfi þess sem móttekur.
Skilagreinar eru sendar rafrænt í gegnum síðuna www.skilagrein.is
ATH! Svæði vegna notandanafns/lykilorðs má vera AUTT

Handfærðar rafrænar skilagreinar

Fyrir þá sem ekki skila félags- og sjóðsgjöldum beint úr launakerfi geta skilað gjöldunum inn í gegnum rafrænt skilagreinaform hér.
Færa þarf inn kennitölur og heildarlaun launþega og mikilvægt er að fara yfir allar upplýsingar áður en ýtt er á „senda“ hnappinn. Kvittun er svo send á netfangið sem gefið er upp. 

Bankaupplýsingar vegna iðgjalda

  • Stéttarfélagsnúmer: 235
  • Iðgjaldareikningur: 566-14-552818
  • Kennitala: 570599-2599

Launagreiðendum ber skylda til að greiða félagsgjöld af launum starfsmanna sinna, auk þess ber þeim skylda til að greiða iðgjöld til sjúkra-, orlofs- og fræðslusjóða félagsins. 

Um greiðslur til stéttarfélaga fer skv. lögum nr. 55/1980 (starfskjaralög) og kjarasamningum.

Sveitarfélög

  • Félagsgjald               1,00%
  • Sjúkrasjóðsgjald      1,25%
  • Fræðslusjóðsgjald   0,82%
  • Orlofssjóðsgjald      1,00% 
  • Félagsmannasjóður 2,20% (Breyttist frá og með 1. apríl 2024, var áður 1,50%)

 Ríkið

  • Félagsgjald               1,00%
  • Sjúkrasjóðsgjald      0,75%
  • Fræðslusjóðsgjald   0,67%
  • Orlofssjóðsgjald      0,50% 

Almenni markaðurinn

  • Félagsgjald               1,00%
  • Sjúkrasjóðsgjald      1,00%
  • Fræðslusjóðsgjald   0,30%
  • Orlofssjóðsgjald      0,25% 

ATHUGIÐ! 

  • 0,10% gjald í starfsendurhæfingarsjóð ber að greiða til viðkomandi lífeyrissjóðs 

Innheimtuferill

  • Gjalddagi iðjalda er 10. dagur næsta mánaðar og eindagi er 20 dögum síðar. Berist greiðsla ekki fyrir eindaga, verða innheimtir vanskilavextir frá gjalddaga.
  • Kröfur vegna allra skilagreina verða skráðar í heimabanka, sé það mögulegt.
  • Kröfur sem eru ekki greiddar fyrir eindaga munu strax færast í innheimtu til Motus og mun þá bætast við innheimtukostnaður í samræmi við upphæð skuldarinnar.
  • Félagsgjald er dregið af launum launamanns og er því eign hans. Önnur gjöld sem atvinnurekanda ber að inna af hendi til félaganna, skv. samningum og lögum, eru gjöld til sjúkra-, fræðslu- og orlofssjóða.