Álalind íbúð 303
- 11 stk.
- 06.03.2018
Hin árlega eins dags ferð fyrir aldraða Einingar-Iðjufélaga var farin 27. júní 2019. Farið var austur í Kelduhverfi og þar snæddur hádegisverður. Síðan var farið upp með Dettifossi upp að Grímsstöðum, þaðan farið í Mývatnssveit og að lokum til Akureyrar. Kaffi var drukkið á Stórutjörnum. Margir merkilegir staðir voru heimsóttir í ferðinni.
Skoða myndirFarið var í dagsferð til Grímseyjar sunnudaginn 23. júní 2019. Farið var með rútu frá Akureyri til Dalvíkur þar sem Sæfari fór með hópinn til Grímseyjar. Stoppað var í 4 tíma og síðan siglt til baka til Dalvíkur þar sem rútan beið og skilaði ferðalöngum til Akureyrar.
Skoða myndirGóð mæting var í kaffiveislu á skrifstofu stéttarfélaganna í Fjallabyggð. í tilefni af 1. maí. Margrét Jónsdóttir flutti ávarp stéttarfélaganna við Eyjafjörð og einnig flutti Heimir Krisstinsson, varaformaður Byggiðnar, ávarp.
Skoða myndirFjölmenni safnaðist saman á Akureyri til að taka þátt í kröfugöngu sem stéttarfélögin á Akureyri stóðu fyrir í tilefni af 1. maí. Kjörorð dagsins voru "Jöfnum kjörin – samfélag fyrir alla." Gengið var frá Alþýðuhúsinu gegnum miðbæinn að Ráðhústorgi og svo niður í Menningarhúsið HOF, þar sem fram fór hátíðardagskrá í tilefni dagsins. Jóhann Rúnar Sigurðsson, formaður Félags málmiðnaðarmanna Akureyri, flutti ávarp 1. maí nefndar stéttarfélaganna við Eyjafjörð og Drífa Snædal, forseti ASÍ, flutti aðalræðu dagsins. Auk þess var boðið upp á skemmtiatriði. Örn Smári Jónsson söng frumsamin lög og Svenni Þór og Regína Ósk sungu lög úr myndinni A star is born. Hátíðardagskrá lauk með sameiginlegum söng á Maístjörnunni undir stjórn Svenna og Regínu. Að dagskrá lokinni var boðið upp á glæsilegt kaffihlaðaborð í Menningarhúsinu HOFI.
Skoða myndirFarið var til Austurríkis 9. til 16. ágúst 2018. Þar voru á ferð 53 félagsmenn og makar þeirra á aldrinum 39 til 85 ára. Fyrstu dagana var gist í Zell am See og svo í Seefeld. M.a. var Arnarhreiðrið skoðað, farið til Salzburg, farið á Kitzsteinhorn sem er í 3030 metra hæð, Virkjunarlón í rúmlega 2000 metra hæð í Kaprun skoðað og margt fleira.
Skoða myndir21. júní var farið í árlega dagsferð fyrir aldrað Einingar-Iðjufólk, en þá fóru um 50 félagsmenn og makar með í hringferð um Tröllaskaga. Ekið var af stað klukkan 9:00 frá Alþýðuhúsinu á Akureyri í sól og blíðu og var stefnan tekin á Fjallabyggð. Ákveðið var að beygja út af þjóðvegi 1 við Hlíðarbæ og aka Skottið svokallaða. Í Ólafsfirði var tekið stutt sjoppustopp en svo var ekið til Siglufjarðar þar sem Síldarminjasafnið var skoðað. Að því loknu var snæddur mjög góður hádegisverður á Sigló hóteli. Áfram var haldið og var næst stoppað á Hofsósi þar sem Vesturfarasetrið var heimsótt. Á leiðinni þangað kom smá bleyta að ofan en þurrt var er komið var á Hofsós, þó var óþarflega mikill hraði á logninu. Hólar var næst á dagskrá þar sem Hóladómkirkja var skoðuð. Þar tók Gylfi Jónsson staðarhaldari á móti hópnum og stiklaði á stóru um sögu jarðarinnar og kirkjunnar. Ekið var í gegnum Sauðárkrók og í Varmahlíð þar sem drukkið var síðdegiskaffi á Hótel Varmahlíð en að því loknu var ekið heim til Akureyrar á ný. Leiðsögumaður dagsins, Bragi Guðmundsson, var alveg frábær en hann var uppfullur af margvíslegum og skemmtilegum fróðleik um það sem fyrir augu bar á leiðinni. Ársæll bílstjóri fékk líka gott lófaklapp í lok ferðar. Frábær dagur með enn betra fólki. Takk fyrir samfylgdina.
Skoða myndirAðalfundir starfsgreinadeilda Einingar-Iðju fóru fram fimmtudaginn 6. febrúar 2020, í Alþýðuhúsinu á Akureyri. Góð mæting var á fundina sem tókust mjög vel. Í upphafi var sameiginleg dagskrá þar sem Helga Hrönn Óladóttir, framkvæmdastjóri Streituskólans og Streitumóttökunnar á Norðurlandi, var með fyrirlesturinn Sigrast á streitunni – leiðir til lausna.
Skoða myndirEins dags ferð fyrir aldraða Einingar-Iðjufélaga var farin 21. júní 2017. Fyrst var farið eins og leið liggur austur á Húsavík. Þaðan var ekið upp að Þeystareikjum og svo aftur til baka niður á Húsavík þar sem Hvalasafnið var skoðað. Að því loknu var borðaður hádegismatur á Húsavík. Eftir mat var farið upp Kísilveg og farinn hringur í Mývatnssveit. Eftir það var farið á Illugastaði í Fnjóskadal þar sem drukkið var kaffi. Að lokum var farið um Víkurskarð og til Akureyrar á ný.
Skoða myndir