Hin árlega eins dags ferð fyrir aldraða Einingar-Iðjufélaga verður farin þriðjudaginn 24. júní 2025.
Lagt verður af stað frá Akureyri kl. 9:00 og ekið til Dalvíkur, Ólafsfjarðar og Siglufjarðar þar sem Síldarminjasafnið verður skoðað.
Þaðan verður farið í Skagafjörð; Hofsós, Hóla í Hjaltadal og Sauðárkrók.
Farið verður um Öxnadalsheiði á heimleiðinni.
Snæddur verður hádegisverður á Siglufirði og boðið verður upp á kaffi í Skagafirði.
Verð kr. 10.000
Skráning í ferðina fer fram á skrifstofum félagsins á Akureyri, á Dalvík og í Fjallabyggð og í síma 460 3600.