Akstursgjald
Noti starfsmaður eigin bifreið í þágu atvinnurekanda ber að greiða fyrir notkun samkvæmt kílómetragjaldi sé ekki samið um annað endurgjald. Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið akstursgjald í aksturssamningum ríkisstarfsmanna og ríkisstofnana sem hér segir:
Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið dagpeninga til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins sem hér segir:
Frá 1. október 2024 | Var áður (frá 1. júní 2024) | |
1. Gisting og fæði í einn sólarhring | kr. 44.400 | kr. 54.400 |
2. Gisting í einn sólarhring | kr. 23.400 | kr. 38.100 |
3. Fæði hvern heilan dag, minnst 10 tíma ferðalag | kr. 16.600 | kr. 16.300 |
4. Fæði í hálfan dag, minnst 6 tíma ferðalag | kr. 8.300 | kr. 8.150 |
Dagpeningar þessir gilda frá og með 1. október 2024. Jafnframt fellur úr gildi auglýsing nr. 1/2024.
Athygli er vakin á að meginreglan er að greiða skal kostnað vegna ferðalaga innanlands, s.s. fargjöld, fæði og gistingu, eftir reikningi. Fæðiskostnaður er uppreiknaður miðað við breytingar á viðeigandi vísitölu sem útgefin er af Hagstofu Íslands.
Ferðakostnaður innanlands er reiknaður út frá verðkönnun þar sem kannað er vænt verð á algengum gististöðum, á höfuðborgarsvæðinu og utan þess. Almennt er ferðakostnaði innanlands breytt tvisvar sinnum á ári, að vori og að hausti, til þess að endurspegla árstíðarsveiflu í kostnaði gistingar.