Fæðingarorlof

Fæðingarorlof er leyfi frá launuðum störfðum sem foreldara fá við fæðingu barns til þesss að annast það fyrstu mánuðina. Foreldrar geta skipt því á mlli sín eftir ´kkveðnum reglum og fá greitt laun ú fæðingarorlofssjóði, eftir atvikum fæðingarstyrk. 

Réttur til töku fæðingarorlofs stofnast við: fæðingu barns, frumættleiðingu barns yngra en átta ára, töku barns yngra en átta ára í varanlegt fóstur.

Foreldrar fá greiðslur eða styrk úr Fæðingarorlofssjóði, eftir því hver staða þeirra á vinnumarkaðnum er. Til að öðlast fullan orlofsrétt þurfa foreldrar að hafa verið í 25% vinnu í 6 mánuði fyrir fæðingardag barns. Fólk á atvinnuleysisskrá telst til launþega og fær því tekjutengt fæðingarorlof. Námsmenn fá ákveðna fæðingarstyrki.

Starfsmaður skal tilkynna atvinnurekanda sínum fyrirhugaða töku fæðingarorlofs eins fljótt og kostur er og í síðasta lagi átta vikum fyrir fyrirhugaðan fæðingardag barns.

Sérstakar reglur sem gilda á vinnumarkaði vegna mæðra og þungaðar kvenna

  • Réttur til mæðraskoðunar á launum
  • Réttur til að láta meta vinnustaðinn og vinnuna með sérstöku tilliti til heilbrigðis og öryggis þungaðs starfsmanns, starfsmanns sem nýlega hefur alið barn eða hefur barn á brjósti.
  • Ef öryggi eða heilbrigði konu í þessari stöðu er talið vera í hættu samkvæmt matinu ber atvinnurekanda að gera ráðstafanir til að tryggja öryggi hennar með því að breyta tímabundið vinnuskilyrðum og/eða vinnutíma hennar.Þær breytingar sem teljast nauðsynlegar á vinnuskilyrðum og/eða vinnutíma, eða breytingar á verkefnum, skulu ekki hafa áhrif á launakjör starfsmanns til lækkunar eða önnur starfstengd réttindi. Með öðrum orðum heldur starfsmaður fullum launum og starfstengdum réttindum þrátt fyrir breytingarnar.
  • Upp geta komið tilvik þar sem vinna er bönnuð fyrir þungaðar konur og í þeim tilfellum er undantekinga ákvæði í fæðingarorlofslögum.

Aðrar reglur sem gilda á meðan foreldrar eru í fæðingarorlof 

  • Ráðningarsamband milli starfsmanns og vinnuveitanda helst óbreytt í foreldraorlofi og starfsmaður skal eiga rétt á að hverfa aftur að starfi sínu að loknu orlofinu.
  • Fjarvistir starfsmanna sem starfað hafa eitt ár eða lengur hjá atvinnurekanda vegna lögbundins fæðingarorlofs teljast til starfstíma við útreikning desember- og orlofsuppbótar.
  • Fæðingarorlof reiknast til starfstíma við mat á starfstengdum réttindum, svo sem rétti til orlofstöku og lengingar orlofs samkvæmt kjarasamningum, starfsaldurshækkana, veikindaréttar, uppsagnarfrests  og réttar til atvinnuleysisbóta.
  • Áunnum rétti til orlofstöku meðan á fæðingarorlofi stendur fylgir hins vegar ekki réttur til greiðslu í orlofinu skv. túlkun úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála.
  • Í fæðingarorlofi getur starfsmaður óskað eftir að tekið sé af greiðslunni iðgjald til stéttarfélags hans og þannig tryggt að réttindi hans haldist að fullu meðan á fæðingarorlofstöku stendur.
  • Meðan á fæðingarorlofi stendur greiðir foreldri að lágmarki 4% af fæðingarorlofsgreiðslu í lífeyrissjóð og Fæðingarorlofssjóður að lágmarki 8%.   Foreldri er að auki heimilt að greiða í séreignarsjóð.