Sveitarfélög

Kjarasamningur Einingar-Iðju við Samband Íslenskra sveitafélaga er gerður með atbeina Starfsgreinasambands Íslands. Samningur þessi tekur eingöngu til starfsfólks sem vinnur hjá sveitarfélögum.

Kjarasamningar þessir fjalla um kaup og kjör. Til að mynda laun, vinnutíma, orlof, yfirvinnu, uppsagnarfrest, veikindarétt og fleira. Við röðun í launflokka er miðað við niðurstöður úr starfsmatkerfi. Starfsmat metur störf kerfisbundið, með málefnalegum og hlutlægum aðferðum.

Gildandi samningur er aðgengilegur hér: Kjarasamningur Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 1. apríl 2024 Athugið að samningurinn inniheldur aðeins þær breytingar sem voru gerðar á fyrri samningi ásamt nýjum  launatöflum. Heildarútgáfa nýs samnings verður tilbúin fljótlega. Þangað til er vert að benda á fyrri heildarútgáfu.
Eldri samningur (bókin í heild) Kjarasamningur Starfsgreinasabands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem gildir frá 1. janúar 2020 til 30. september 2023

 Orlofsuppbót

Desemberuppbót