Orlofskostir 2025

Sótt er um orlofshús, orlofsíbúðir og Orlof að eigin vali inn á Mínum síðum félagsins þegar sumarúthlutun orlofshúsa stendur yfir.

Opnað verður fyrir úthlutun fyrir sumarið 2025 12. mars kl. 9:00.

Úthlutað verður rafrænt samkvæmt punktakerfi og því skiptir ekki máli hvenær félagsfólk sækir um orlofshús eða Orlof að eigin vali á úthlutunartímabilinu. 

Síðasti skiladagur umsókna er þriðjudagurinn 1. apríl, úthlutun fer fram 4. apríl.

Til að sækja um orlofshús er smellt á bláa takkann Sækja um við Sumarúthlutun Einingar-Iðju 2025 í orlofsrammanum á persónublaðinu.

Hér fyrir neðan má sjá helstu dagsetningar vegna úthlutunar sumarsins.

  • 12. mars kl. 09.00 opnar fyrir umsóknarferlið vegna sumars 2025. Umsóknarferlið er opið til 1. apríl.
  • 4. apríl fer fram úthlutun, þar sem hæsta punktastaða ræður úthlutun. Niðurstöður úthlutunar sendar í sms/tölvupósti til félagsfólks. Í heimabanka myndast tvær kröfur, staðfestingargjald sem er hluti af leiguverði og er ekki endurgreitt ef hætt er við leigu og eftirstöðvar upphæðar. Félagsmenn geta auðvitað greitt báðar kröfurnar strax.
  • Staðfestingargjald að upphæð kr. 5.000 þarf að greiða fyrir 11. apríl.
  • 5.  apríl til 2. maí verður hægt að ganga frá greiðslu/lokagreiðslu fyrir úthlutað hús eða íbúð. Ef greiðsla berst ekki á þessum tíma fellur umsókn niður.
  • 3. til 6. maí verður þeim eignum úthlutað, sem ekki hefur verið greitt fyrir eða hafa verið afbókuð, til þeirra sem fengu synjun.
  • Þann 8. maí kl. 12.00 opnar fyrir alla í „fyrst koma fyrst fá“. Þá er opnað fyrir þær vikur sumars sem eftir verða.

Hér fyrir neðan má finna smá upplýsingar um orlofskosti sumarsins. Á Mínum síðum félagsins má lesa nánar um staðina og sækja um þegar opnað verður fyrir umsóknir.

Höfuðborgarsvæðið

Álalind - fimm íbúðir

     

 Ásholt - ein íbúð

 

Vesturland

Bjarteyjarsandur í Hvalfirði - eitt hús

     

 Stykkishólmur - ein íbúð

Munaðarnes í borgarfirði - tvö hús
36 - 53

 

Húsafell í borgarfirði - eitt hús

Svignaskarð í Borgarfirði - tvö hús
28 - 41

   

 

 Vestfirðir

Flókalundur - eitt hús

      

 Súðavík - eitt hús

Norðurland

Illugastaðir - 13 hús (sex á sumrin)

      

Illugastaðir - hús nr. 18

Tjarnargerði - eitt hús

 

 

Austurland

Einarsstaðir - fjögur hús

      

Klifabotn í Lóni - eitt hús

Suðurland

Brekkuskógur - eitt hús

     

 Flúðir - eitt hús

Vaðnes - eitt hús

 

Ölfusborgir - eitt hús

Hér má finna leiðbeiningar fyrir helstu aðgerðir inni á nýjum Mínum síðum félagsins, m.a. hvernig á að sækja um eða bóka orlofshús.

Á Mínum síðum félagsins má finna upplýsingar um orlofskosti, styrki og fleira sem í boði er fyrir Einingar-Iðjufélaga.

Hér má sjá hvaða ferðir eru í boði hverju sinni.