"Fjallaferðin" 2025

Austurland 21. og 22. ágúst 2025

Lagt verður af stað kl 9:00 að morgni frá Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14 Akureyri, fimmtudaginn 21. ágúst.

Keyrt verður austur í Sænautasel, þaðan í Kárahnjúka, niður í Fljótsdal og gist á Eiðum þar sem snæddur verður kvöldverður.

Ýmislegt spennandi verður skoðað á leiðinni og fræðst um t.d. Skriðuklaustur og Gestastofuna.

Eftir morgunverð föstudaginn 22.ágúst verður keyrt í Borgarfjörð Eystri þar sem skoðað verður þorpið Bakkagerði, heilsað verður upp á lunda í Hafnarhólma og borðaður hádegismatur.

Keyrt heim á leið, yfir Hellisheiði Eystri ef veður leyfir.

Komið verður við á Vopnafirði og í Minjasafninu í Burstafelli.

Komið heim til Akureyrar um kl 19:00.

  • Hámarksfjöldi er í ferðina, 50 manns.
  • Farið verður með rútu frá Akureyri kl. 9:00.
  • Leiðsögumaður verður með í för, Brynhildur Bjarnadóttir.
  • Endanlegt verð ferðar liggur ekki fyrir en verður auglýst um miðjan janúar. 
  • Innifalið er akstur, gisting og leiðsögn.

Skráning í ferðina hefst um leið og staðfest verð verður birt, en skráning mun fara fram á skrifstofum félagsins á Akureyri, á Dalvík og í Fjallabyggð, í síma 460 3600 eða með því að senda póst á netfangið ein@ein.is