- 26 stk.
- 08.07.2013
Í morgun fór Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, ásamt nokkrum öðrum forsvarsmönnum stéttarfélaga á
svæðinu í heimsókn á vinnusvæðið við Vaðlaheiðargöng. Jón Leví Hilmarsson svæðisstjóri tók á
móti hópnum, fræddi þá um framkvæmdina og sýndi svæðið. Farið var að gangamunanum og fylgst með þegar borað var
í bergið, en nú þegar er búið að sprengja um 6 til 8 metra inn í það. Einnig var starfsmannaaðstaðan skoðuð sem og
skrifstofuaðstaðan og mötuneytið.