- 11 stk.
- 11.02.2025
Um er að ræða íbúð í raðhúsi, 71 fermetrar að stærð. Á neðri hæð er hjónaherbergi með tvíbreiðu rúmi, gestaherbergi með tveimur einbreiðum rúmum og baðherbergi með sturtu. Á efri hæð er stofa/borðstofa og eldhús í samfelldu rými svo og gestaherbergi með 1,5 breiðu rúmi, samtals svefnpláss fyrir sex. Í stofu er sófi og stofustóll, eldhúsborð og stólar. Út frá efri hæð eru svalir með svalarhúsgögnum og gasgrilli. Í nágrenninu er hægt að stunda afþreyingu á borð við gönguferðir. Golfvöll er að finna í 1,1 km fjarlægð frá gististaðnum. Þá er vert að benda á áhugaverðan valkost sem er að nota Breiðafjarðarferjuna Baldur en hún siglir milli Brjánslækjar í Vatnsfirði og Stykkishólms með viðkomu í Flatey. Þarna eru því margir möguleikar á styttri og lengri ferðum fyrir dvalargesti. Nánari upplýsingar á https://mitt.ein.is/ þegar umsóknartímabil er opið