- 36 stk.
- 11.02.2025
Orlofshús félagsins í Húsafelli var tekið í notkun í október 2023 og er það allt hið glæsilegasta. Húsið er um 83 fermetrar að stærð með öllum helstu þægindum, stórum palli og að sjálfsögðu er heitur pottur við húsið. Svefnherbergi eru þrjú, tvö hjónaherbergi og í báðum eru tvö 80 cm rúm sett saman og eitt herbergi með koju á þremur hæðum, neðsta kojan er 120 cm en tvær efri eru 80 cm breiðar. Svefnpláss er fyrir átta manns. Eldhús og stofa eru í sama rýminu. Nánari upplýsingar á https://mitt.ein.is/