Vörukarfa ASÍ hækkaði í fjórum af átta matvöruverslunum og lækkaði í fjórum verslunum á fjögurra mánaða tímabili, frá byrjun maí til byrjun september. Mest hækkaði vörukarfan hjá Hagkaup, 4,6% og næst mest hjá Heimkaup, 4,3%. Mest lækkaði vörukarfan í Krambúðinni, 3,9% og um 2,6% hjá Krambúðinni. Vörukarfa ASÍ endurspeglar almenn matarinnkaup meðalheimilis. Þess ber að geta að hér eru einungis birtar upplýsingar um verðbreytingar milli verðmælinga. Ekki er því um beinan verðsamanburð að ræða þ.e.a.s. hvar ódýrustu vörukörfuna var að finna.