Ársfundur VIRK sem haldinn var þriðjudaginn 30. apríl í Háteigi á Grand Hótel Reykjavík var bæði velsóttur og velheppnaður.
Í fyrri hluta fundarins fór Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri yfir starfsemina - sjá glærur hér, Lára Janusdóttir sagði frá reynslu sinni og árangri sem hún náði í starfsendurhæfingu sinni, Sigurður Kristjánsson verksmiðjustjóri hjá Lindsay greindi frá góðu samstarfi við VIRK í gegnum atvinnutengingu VIRK og Jónína Waagfjörð sviðsstjóri tilkynnti hverjir hlutu styrki VIRK 2019.
Í seinni hluta fundarins voru hefðbundin ársfundarstörf á dagskrá samkvæmt skipulagsskrá VIRK. Halldóra Friðjónsdóttir stjórnarformaður VIRK flutti skýrslu stjórnar, ársreikningur VIRK 2018 var lagður fram og samþykktur samhljóða og greint var frá skipan stjórnar VIRK starfsárið 2019-2020.
Ársrit VIRK 2019 var einnig gefið út á ársfundinum. Ársritið samanstendur af greinum og viðtölum tengdum starfsendurhæfingu og í því er að finna greinargóðar upplýsingar um starfsemi VIRK, viðtöl við ráðgjafa VIRK og viðtöl einstaklinga sem lokið hafa starfsendurhæfingu sem og við samstarfsaðila VIRK.
Hægt er að nálgast rafrænt eintak af ársritinu 2019 hér.
VIRK ráðgjafar í Eyjafirði