VIRK, embætti landlæknis og Vinnueftirlit ríkisins bjóða upp á morgunfund um heilsueflandi vinnustaði á morgun, miðvikudaginn 29. mars, undir yfirskriftinni „Skref fyrir skref“.
Morgunfundurinn verður haldinn hjá VIRK í Borgartúni 18 og einnig sem fjarfundur. Fundurinn hefst kl. 8:30 og stendur til kl. 10:00
Morgunfundurinn er öllum opinn en skrá þarf mætingu hér.
Morgunfundurinn er sá þrettándi í fundaröð um heilsueflingu á vinnustöðum og er hluti af samstarfi VIRK, Embættis landlæknis og Vinnueftirlitsins um heilsueflingu og forvarnir á vinnustöðum.
Markmið samstarfsins er að stuðla að betri heilsu og vellíðan vinnandi fólks á vinnustöðum, fyrirbyggja kulnun og minnka brottfall af vinnumarkaði.
Minnt er á að öll eru velkomin á morgunfundinn á morgun, 29. mars, en skrá þarf mætingu – hér.