Á heimasíðu VIRK eru allar almennar upplýsingar um starfsemi VIRK og starfendurhæfingarferilinn, upplýsingar fyrir atvinnurekendur og þjónustuaðila VIRK. Auk þess má finna allar helstu grunnupplýsingar um VIRK, viðtöl við atvinnurekendur og þjónustuaðila og reynslusögur þjónustuþega.
Meðal annars má þar finna viðtal við Bjarna Reykjalín Magnússon, sem býr og starfar í Grímsey, þar sem hann segir frá reynslu sinni og árangri í starfsendurhæfingu.
Þar segir Bjarni m.a. þegar hann var spurður út í þjónustuna hjá VIRK. „Ef ég hefði ekki farið í þjónustu hjá VIRK væri ég líklega aumingi uppi í rúmi hágrenjandi – í alvöru talað. Það hefði ekkert orðið úr mér ef ég hefði ekki farið til VIRK. Þegar ég kom fyrst til ráðgjafa VIRK þá átti ég beinlínis erfitt með að ganga en nú get ég keppt á snjósleðum, keppti meira að segja í keppninni Snocross. Ég hefði aldrei getað komist almennt svona langt í lífnu án aðstoðar frá VIRK.“