VIRK Atvinnutenging er samstarf VIRK við fyrirtæki og stofnanir í tengslum við ráðningar starfsfólks.
Markmiðið er að ljúka starfsendurhæfingu á farsælan hátt með því að útvega einstaklingum störf við hæfi og fyrirtækjum gott starfsfólk ásamt því að halda uppi virkri atvinnuþátttöku á Íslandi og stuðla að heilbrigðu samfélagi. Sjá stutta kynningu á VIRK Atvinnutenging.
Gott samstarf við fyrirtæki er grundvöllur farsællar atvinnutengingar. Atvinnulífstenglar VIRK gegna lykilhlutverki í því að tengja einstaklinga við fyrirtæki eða stofnanir út frá óskum beggja og aðstoða einstaklinginn, en ekki síður vinnustaðinn, við aðlögun og endurkomu til vinnu.
Samstarf við fyrirtæki og stofnanir hefur gengið vel og viðtökur verið góðar. Ríflega 1300 fyrirtæki eru skráð inni í upplýsingakerfi VIRK og stór hluti þeirra hefur undirritað sérstaka samstarfssamninga við VIRK. Hundruðir einstaklinga hafa fengið vinnu með aðstoð atvinnulífstengla VIRK.
VIRK leitar stöðugt eftir samstarfi við ný fyrirtæki og stofnanir sem geta skráð sig/sent inn fyrirspurn eða haft samband við atvinnulífstengla VIRK og fengið nánari upplýsingar.