Hver ert þú? nýtist þér til þess að skerpa hugmyndir þínar um hver þú ert og hvað þig langar að gera.
Hver ert þú? er gagnvirkt verkfæri aðgengilegt öllum á virk.is, hluti „Aftur í vinnu“ sem spannar allan feril atvinnuleitar.
Til að þú getir áttað þig á hvernig starf hentar þér þarft þú að skerpa hugmyndir þínar um hver þú ert og hvað þig langar að gera. Hér getur þú skoðað viðhorf þín til vinnu og starfa, styrkleika þína, færni og hagnýt atriði sem skipta þig máli. Þú getur skrifað niður starfsreynslu, menntun og framtíðardraumana sem hafa áhrif á starfsval þitt og fundið út hvaða störf þér finnast áhugverðust.