Vinningshafar úr jólablaði Einingar-Iðju

Á myndinni má sjá hana Helgu Þyri, verkefnastjóra hjá VIRK og ráðgjafa í starfsendurhæfingu, sem dró…
Á myndinni má sjá hana Helgu Þyri, verkefnastjóra hjá VIRK og ráðgjafa í starfsendurhæfingu, sem dró út nöfn heppinna vinningshafa þetta árið, en fjölmargir sendu inn réttar lausnir.

Búið er að draga úr fjölmörgum réttum innsendum lausnum verðlaunagetraunar og verðlaunakrossgátu sem birtust í jólablaði Einingar-Iðju í desember sl.

Rétt svar í verðlaunagetrauninni, þar sem spurt var: Hvað heitir ritari í stjórn Matvæla- og þjónustudeildar félagsins? Var Sigríður Jósepsdóttir.

Rétt lausnarorð í verðlaunakrossgátunni: Margur er ríkari en hann hyggur.

Á myndinni má sjá hana Helgu Þyri, verkefnastjóra hjá VIRK og ráðgjafa í starfsendurhæfingu, sem dró út nöfn heppinna vinningshafa þetta árið, en fjölmargir sendu inn réttar lausnir. Nöfnin sem dregin voru út eru eftirfarandi og hlutu að launum peningaverðlaun:

Krossgáta

  •  Elín Jóhanna Gunnarsdóttir fær kr. 20.000.
  •  Heiðrún Eiríksdóttir fær kr. 10.000.

Getraun

  •  Kristín Arngrímsdóttir fær kr. 20.000.
  •  Ole Rosborg Hansmar fær kr. 10.000.

Eining-Iðja óskar vinningshöfunum til hamingju. Haft verður samband við þá við fyrsta hentugleika.