Vinnan.is - Framvarðasveitin

Saga Kjartansdóttir, verkefnisstjóri vinnustaðaeftirlits ASÍ, mynd af vinnan.is
Saga Kjartansdóttir, verkefnisstjóri vinnustaðaeftirlits ASÍ, mynd af vinnan.is

Í Vinnunni, veftímariti ASÍ, segir Saga Kjartansdóttir, verkefnisstjóri vinnustaðaeftirlits ASÍ frá mikilvægri varðstöðu um hagsmuni launafólks og baráttu gegn glæpastarfsemi.

Stéttarfélögin innan ASÍ gera á ári hverju kröfur um ógreidd laun sem nema hundruðum milljóna króna. Oft snúast þessi mál um skipulagðan launaþjófnað atvinnurekenda og önnur gróf réttindabrot.

Full ástæða er til að ætla að raunveruleg upphæð ógreiddra launa hlaupi á milljörðum enda ýmsar ástæður fyrir því að fólk sækir ekki rétt sinn. Launaþjófnaður beinist helst gegn þeim sem ekki þekkja réttindi sín og eru síður í stakk búin til að sækja þau. Launaþjófnaður bitnar helst á ungu fólki og innflytjendum. 

Sjá nánar hér