Vinnan - Vörður til framtíðar

Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, rannsakar hagi og lífskjör launafólks á Íslandi og á nána samvinnu við stéttarfélögin sem nýta niðurstöðurnar í starfi sínu. Vinnan ræddi við Kristínu Hebu Gísladóttur, framkvæmdastjóra Vörðu, sem segir frá starfseminni og þeim áherslum sem liggja henni til grundvallar.

KANNANIR Vörðu - Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins á stöðu launafólks í landinu hafa vakið verðskuldaða athygli og viðbrögð. Frá því að fyrsta könnunin birtist í febrúar 2021 hefur vegur þessarar litlu stofnunar farið vaxandi og er nú svo komið að hún hefur öðlast bolmagn til frekari og dýpri rannsókna sem nýtast munu launafólki og verkalýðshreyfingunni í viðleitni til að bæta lífsskilyrði alþýðu manna. Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu, segir í samtali við Vinnuna að áhugaverð verkefni séu fram undan og ástæða sé til að horfa bjartsýnum augum fram á veg. 

Lesa má viðtalið hér