Viðræðum við SA ekki slitið

Í tilefni fréttaflutnings í morgun ber að árétta að Starfsgreinasamband Ísland (SGS), sem Eining-Iðja er aðili að, og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna (LÍV) og hafa ekki slitið kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA). Aðeins VR hefur sagt sig frá sameiginlegum viðræðum.

Næsti fundur hjá ríkissáttasemjara á þriðjudaginn í næstu viku. Formanna­fund­ur var hald­in hjá SGS í morg­un þar sem farið var yfir stöðuna í kjaraviðræðunum og framhaldið ákveðið. Samþykkt var að halda þessum viðræðum áfram og reyna til þrautar að ná kjarasamningi.

Í viðræðunefnd SGS við SA eiga sæti Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS og VLFA, Guðbjörg Kristmundsdóttir, varaformaður SGS og formaður VSFK, Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, og Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs.