VIRK og heildarsamtök stéttarfélaga hafa tekið höndum saman til að auka þekkingu og bæta móttöku þolenda kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni og ofbeldis á vinnustöðum, bæði hvað varðar andlegan stuðning sem og ráðgjöf varðandi lagaleg og kjarasamningsbundin atriði.
Í því felst m.a. að starfsfólk stéttarfélaga getur boðið upp á vegvísissamtal hjá ráðgjafa VIRK sem hefur hlotið sérstaka þjálfun til þess. Um er að ræða viðbótarþjónustu hjá VIRK sem stendur ekki aðeins þjónustuþegum VIRK til boða heldur er öllum opin – sjá nánar hér.