Vetrarleiga orlofshúsa og íbúða

Auðveldast er að panta á orlofsvef félagsins, en auðvitað verður hægt að hringja á skrifstofur félag…
Auðveldast er að panta á orlofsvef félagsins, en auðvitað verður hægt að hringja á skrifstofur félagsins á hefðbundnum opnunartíma og panta hús eða bústað.

Vert er að minna á að félagsmenn geta séð laus orlofshús og leigt þau á auðveldan hátt á orlofsvef félagsins

Vetrarleigutímabilið hefst á morgun, þann 1. september. og stendur til loka maí 2023. Á þeim tíma eru í boði helgarleigur í orlofshúsum á Illugastöðum, Tjarnargerði, Svignaskarði, Húsafelli og Einarsstöðum og vikuleigur í orlofsíbúðum félagsins á Höfuðborgarsvæðinu. Helgarleiga er þrjár nætur, frá fimmtudegi til sunnudags, eða frá föstudegi til mánudags. 

  • Ekki eru dregnir frá punktar að vetri til.
  • Ekki þarf að sækja um jól og páska, en þá eru einungis vikuleigur í boði.

Auðveldast er að panta á orlofsvef félagsins, en auðvitað verður hægt að hringja í skrifstofur félagsins á hefðbundnum opnunartíma og panta hús eða bústað.

Athugið að hægt verður að bóka hús á Einarstöðum út september á orlofsvefnum en frá 1. október sér staðarhaldari um útleiguna. Þeir sem áhuga hafa á að leigja hús á Einarsstöðum er bent á að hafa samband við staðarhaldara í síma 861 8310 milli kl. 9 og 16 virka daga eða senda tölvupóst á einarsstadir@simnet.is, en hann sér um að leigja út hús á tímabilinu 1. október til 1. maí.  Varðandi tímabilið 1. til 31. maí 2024 þá verður hægt að leigja á því tímabili í gegnum orlofsvef félagsins.