Opið er fyrir bókanir á orlofshúsum og íbúðum næsta vetur. Vetrarleigan hefst í byrjun september og stendur til loka maí ár hvert. ATH! þar sem unnið er að innleiðingu nýs félaga- og orlofskerfis fyrir Einingu-Iðju (Tótal) verður núna einungis hægt að bóka eignir til að byrja með til áramóta (þ.e. fram yfir jóla- og áramótavikurnar).
Bókanir fara fram á orlofsvef félagsins.
Vetrarleigutímabilið hefst 1. september og stendur til loka maí, en þá eru boði orlofshús á Illugastöðum, Tjarnargerði, Svignaskarði, Húsafelli og Einarsstöðum og orlofsíbúðir félagsins á Höfuðborgarsvæðinu.
Athugið að hægt verður að bóka hús á Einarstöðum út september á orlofsvefnum en frá 1. október sér staðarhaldari um útleiguna. Þeir sem áhuga hafa á að leigja hús á Einarsstöðum er bent á að hafa samband við staðarhaldara í síma 861 8310 milli kl. 9 og 16 virka daga eða senda tölvupóst á einarsstadir@simnet.is, en hann sér um að leigja út hús á tímabilinu 1. október til 1. maí.