Verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits

Hefur þú áhuga á málefnum vinnumarkaðarins?

Markmið starfsins er að stuðla að öflugu vinnustaðaeftirliti með heimsóknum og virkum samskiptum við vinnustaði og atvinnulífið. Starfssvæði verkefnastjórans er Eyjafjörður og Norðurland Vestra. 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Skipulag, uppbygging og þróun eftirlits á starfssvæðinu
  • Framfylgd reglna og laga sem gilda á vinnumarkaði
  • Skýrslugerð og upplýsingagjöf
  • Samstarf og samskipti við séttarfélög, stofnanir og aðra hagsmunaaðila
  • Önnur verkefni

Þekkingar- og hæfnikröfur

  • Nám sem nýtist í starfi, háskólapróf kostur
  • Haldgóð reynsla sem nýtist í starfi
  • Framúrskarandi hæfni og lipurð í samstarfi og samskiptum
  • Þekking á atvinnulífi svæðisins
  • Góð tölvukunnátta
  • Sjálfstæði, frumkvæði, skipulagshæfni og vilji til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni
  • Góð færni í íslensku og ensku, kostur ef talar og/eða skilur pólsku

Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

Umsóknarfrestur er til og með 12. janúar 2023

Sótt er um starfið á www.mognum.is.

Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda.

Nánari upplýsingar veita Sigríður Ólafsdóttir; sigga@mognum.is og Telma Eiðsdóttir; telma@mognum.is.

Verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits hefur aðsetur á skrifstofu Einingar-Iðju og er þar hluti af öflugum og metnaðarfullum hópi.

Starfssvæði verkefnastjóra er Eyjafjarðarsvæðið og Norðurland Vestra og er starfið byggt á samstarfi þessara stéttarfélaga; Eining-Iðja, Félag málmiðanaramanna Akureyri, Byggiðn, Rafiðnaðarsamband Íslands, Aldan, Samstaða, Iðnsveinafélag Skagafjarðar, Verslumannafélag Skagafjarðar, Félag leiðsögumanna, VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna, MATVÍS og Félag iðn- og tæknigreina.