Verkalýðsskólinn - Snemmskráningu lýkur í dag!

Verkalýðsskólinn er þriggja daga námskeið sem haldið verður á Bifröst 2. til 4. september en námskeiðið er samstarfsverkefni Háskólans á Bifröst og Alþýðusambands Íslands. 

Á námskeiðinu verður lögð áhersla á framsögn og örugga tjáningu, sögu verkalýðshreyfingarinnar, réttindi og skyldur á vinnumarkaði, kjarasamninga, fundarstjórn og samningatækni.

Auk námsins geta þátttakendur notið samveru í umhverfi Bifrastar, en boðið verður upp á skipulagðar gönguferðir á svæðinu og sameiginlega matartíma á Hótel Bifröst. Hægt er að bóka sig á námskeiðið með eða án gistingar og veitinga.

Námskeiðið hefst kl. 10 á föstudagsmorgni og lýkur seinnipart á sunnudegi.

Almennar upplýsingar og skráning eru á vef Háskólans á Bifröst

Allar nánari upplýsingar um námið og fyrirkomulag þess eru veittar á endurmenntun@bifrost.is.

Þátttakendur eru hvattir til að kanna rétt sinn á styrk úr sínum fræðslusjóði.

Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á viðburðasíðu ASÍ, eða á síðu Háskólans á Bifröst.