Verðlagserfitlit ASÍ - Verðlag á matvöru lækkar milli mánaða

Á vef ASÍ segir að verðlag á matvöru lækki frá júlímánuði samkvæmt greiningu verðlagseftirlitsins, í fyrsta sinn frá undirritun kjarasamninga. Þessi þróun var komin vel á leið fyrir opnun nýrrar lágvöruverðsverslunar, Prís, um helgina. 

Verðlag í  Nettó, Kjörbúðinni og Krambúðinni hækkaði umtalsvert í júlí eins og verðlagseftirlitið benti á í nýlegri verðkönnun. Verðlag þar lækkaði hins vegar í  ágúst. Verðlag í Bónus hækkar lítillega frá fyrri mánuði og í  Hagkaup stóð það í stað milli mánaða. Sé litið yfir lengra tímabili sést að verðlag í Krónunni hefur frá undirritun kjarasamninga hækkað minna en í Bónus. 

Sjá nánar hér