Á vef ASÍ segir að fjórar stærstu matvörukeðjur landsins lækkuðu verð milli ágústbyrjunar og ágústloka.
Bónus lækkaði verð á 19% þeirra vara sem til skoðunar voru, Krónan og Nettó 9% og Hagkaup 3%. Verð voru athuguð dagana fram að 11. ágúst og dagana fram að 29. ágúst.
Þessu til viðbótar hófust heilsudagar í Nettó í lok samanburðartímabilsins og fór hlutfall vara á lægra verði í þeirri keðju upp í 32% þegar þeir hófust.