1. nóvember 2024 tók Eining-Iðja í notkun nýtt félaga og orlofskerfi. Með nýja kerfinu varð sú breyting að nú er alltaf hægt að bóka orlofshús um það bil sex mánuði fram í tímann, fyrir utan tímabilið þegar sumarúthlutun er í gangi. Kerfið virkar þannig að á miðnætti bætist alltaf einn dagur við kerfið sem hægt er að bóka. Til þessa hefur verið opnað fyrir vetrarleigu þann 1. ágúst ár hvert en með þessu nýja kerfið varð sem sagt breyting þar á.
Til að komast inn á bókunarsíðuna, er smellt á takkann Orlofskerfi sem finna má efst til vinstri á Mínum síðum eða bláa takkann við Full réttindi í orlofsrammanum á persónublaðinu. Hér má finna ýmsar leiðbeiningar fyrir Nýjar Mínar síður félagsins, m.a. hvernig á að bóka orlofseign
Þeir sem áhuga hafa á að leigja hús á Einarsstöðum á tímabilinu 1. október til 1. maí. er bent á að hafa samband við staðarhaldara í síma 471 1734 milli kl. 9 og 16 virka daga eða senda tölvupóst á einarsstadir@simnet.is, en hann sér um að leigja út hús á því tímabili.