Verðlagseftirlit ASÍ - oft einnar krónu verðmunur á Bónus og Krónunni

Bónus var ódýrasta verslunin í matvörukönnun sem verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi þann 9. maí sl. Verðið í Bónus var að meðaltali 4% frá lægsta verði, og bauð verslunin upp á lægsta verðið í 76 tilfellum. Krónan var með næst lægsta meðalverðið sem var 10% frá lægsta verði. Fjarðarkaup var næst oftast með lægsta verðið á eftir Bónus, í 29 tilvikum. Meðalverð í Fjarðarkaup var 16% frá lægsta verði, einu prósentustigi hærra en meðalverð í Nettó.

Sjá nánar hér á síðu verðlagseftirlitsins