Verðlagseftirlit ASÍ - Hækkun á matvöruverði frá undirritun kjarasamninga

Samkvæmt mælingum Verðlagseftirlits ASÍ hefur verðlag í matvöruverslunum hækkað um 0,29% frá undirritun kjarasamninga, þ.e. frá byrjun mars. Þyngst vega verðhækkanir á grænmeti í Bónus, Nettó og Hagkaup. Hafa ber í huga að verð á grænmetti er sveiflukennt og árstíðarbundið. Verðlag á snakki hækkar einnig nokkuð skarpt, um 1,1,%. 

Frá janúar hefur verð hækkað á um 6.400 vörum en lækkað á um 2.500 vörum, en verið óbreytt á um 13.000 vörum. Tvær verslanir skera sig úr: í 10-11 breyttist verð á aðeins 44 vörum en var óbreytt á 1.188 vörum, en í Extra breyttist verð á 39 vörum en var óbreytt á 1657 vörum. Í öðrum verslunum hækkaði verð á um eða yfir 30% vara. 

Sjá nánar hér