Bauhaus er oftast með lægst verð á byggingarvörum, en afslættir geta haft veigamikil áhrif á verðlagssamanburð. Þetta er niðurstaða athugunar verðlagseftirlits ASÍ á Bauhaus, Byko og Húsasmiðjunni undanfarna tvo mánuði. Þar sést að þótt Bauhaus sé oftast með lægst verð á samanburðarvörum, þá geta vörur á afsláttarverði í Byko og Húsasmiðjunni fært meðalverðlag undir meðalverðlag Bauhaus.