Rima Apótek er ódýrasta apótekið í nýjum samanburði verðlagseftirlits ASÍ. Akureyrarapótek er þriðja ódýrasta apótekið og Siglufjarðar apótek er þar rétt á eftir.
Til skoðunar voru aðrar vörur en lyf, þær vörur sem finna má frammi í versluninni.
Borgar apótek og Lyfjabúrið höfnuðu þátttöku, en á grundvelli þeirra gagna sem þar var aflað eru þau annað og þriðja dýrasta apótek landsins.
Nokkru getur munað á verði eftir því hvaða vörur eru skoðaðar. Til dæmis er Lyfjaval að meðaltali 15% dýrara en ódýrasti kosturinn, en Better You fæðubótarefni kosta að meðaltali 35% meira í Lyfjaval en þar sem þau eru ódýrust – sem er iðulega í Rima Apóteki. Aftur á móti voru New Nordic vörur að jafnaði ódýrastar í Lyfjavali.
Ýmsar vörur sem seldar eru í apótekum má einnig finna í lágvöruverðsverslunum. Svo dæmi séu tekin:
Apótek geta í einhverjum tilfellum verið ódýrari en lágvöruverðsverslanir, þótt munurinn í þá átt sé iðulega minni. Nokkur dæmi:
Íslenskar verslanir hvetja oft til kaupa með afsláttum. Um þá gilda einhverjar reglur, til dæmis segir á vef Neytendastofu að útsala megi „ekki standa lengur en í sex vikur því þá er útsöluverðið orðið að venjulegu verði“.
Í einhverjum tilfellum fæst ekki betur séð en að lengri tími hafi liðið frá verðlækkun í einhverjum apótekum. Til dæmis:
Og svo mætti áfram telja.
Verðlag á Apóteki Vesturlands virðist ekki hafa verið alfarið hið sama í útibúunum þremur í Borgarnesi, Akranesi og Ólafsvík. Til dæmis var Better You D-Lúx 1000iu 15ml munnsprey selt á 1.493kr í Borgarnesi þann 13. mars en á 2.045kr í Ólafsvík. Better You Magnesium Relax flögur kostuðu 2.413kr í Ólafsvík en 1.530kr í Borgarnesi. Á hinn bóginn kostaði Eylíf Smoother Skin & Hair 3.419kr í Ólafsvík en 4.850kr í Borgarnesi. Hafkraftur kostaði 2.650kr í Ólafsvík en 3.543kr í Borgarnesi.
Af 148 vörum sem bornar voru saman í Borgarnesi og Ólafsvík þann 13. mars voru 76 dýrari í Borgarnesi, 33 dýrari í Ólafsvík, og 39 á sama verði. Að meðaltali var verslunin í Borgarnesi 1,2% dýrari en í Ólafsvík.
Aðferðafræði:
Bornar voru saman vörur sem finna mátti í minnst níu apótekum. Aðeins var farið í apótek sem eru án aðgangsgjalds. Samanburðurinn fór fram frá miðjum febrúar til miðs mars.