Byrjun nýs árs getur verið góður tími til að meta hvar við viljum nýta orkuna okkar og hvað við viljum setja í forgrunn. Hvað veitir okkur gleði, hvað viljum við gera meira af og hvað viljum við gera minna af?
Á heimasíðunni VelVIRK, sem er þjónusta forvarnasviðs VIRK sem miðar að því að efla starfsfólk og stjórnendur í starfi, má finna ýmsan fróðleik, m.a. um jafnvægi í lífinu og vellíðan í vinnu. Hér fyrir neðan má finna pistil af síðunni um tímamót, þar sem nýtt ár er gengið í garð og þá er tilvalið að gera upp liðið ár og setja tóninn fyrir hið nýja.
Tímamót
Nú er nýtt ár gengið í garð og þá er tilvalið að gera upp liðið ár og setja tóninn fyrir hið nýja.
Þetta getur verið góður tími til að meta hvar við viljum nýta orkuna okkar og hvað við viljum setja í forgrunn. Hvað veitir okkur gleði, hvað viljum við gera meira af og hvað viljum við gera minna af. Næsta skref er svo að forgangsraða ef maður vill breyta og bæta, fara yfir hvað veitir okkur tilgang og hamingju.
Mikilvægt er að gera eitthvað sér til hreinnar ánægju og gleði, með því að sinna áhugamálum sínum þá aftengjum við okkur frá vinnu eða streituvekjandi aðstæðum. Áhugamál geta hjálpað okkur við að byggja upp þrautseigju og upplifa flæði þannig að við gleymum stað og stund. Gott áhugamál hefur oft jákvæð áhrif á aðra hluta lífsins, það hjálpar okkur að finna tilgang, dregur úr streitu og bægir frá neikvæðum hugsunum.
Með því að smella á myndina hér fyrir neðan opnast prentvæn útgáfa.
Hér er hægt að nálgast gagnlegt efni sem varðar starf og starfsþróun, heilsu og vellíðan og fræðandi efni um streitu og jafnvel hægt að skella sér í þjónustuskoðun.