Velvirk í starfi er ný þjónusta forvarnasviðs VIRK sem miðar að því að efla starfsfólk og stjórnendur í starfi. Um er að ræða aukinn stuðning fyrir starfsmenn og stjórnendur í atvinnulífinu með það að markmiði að auka vellíðan í starfi og koma í veg fyrir brotthvarf af vinnumarkaði.
Hugmyndin er að mæta þörf starfsfólks og stjórnenda í atvinnulífinu fyrir ráðgjöf um mögulegar leiðir þegar því sjálfu eða samstarfsfólki líður ekki vel í vinnunni vegna álagstengdra einkenna eða vegna annarra aðstæðna sem hafa áhrif á framgang þess í starfi.
Í boði er stuðningsefni á velvirk.is, hægt er að hringja í sérfræðinga Velvirk í starfi og mögulegt er að senda inn fyrirspurn.