Í síðustu viku hélt ríkissáttasemjari námstefnu í samningagerð á Fosshótel Húsavík. Fullbókað var á námstefnuna sem var sú fyrsta af fimm sem halda á um allt land. Fyrirhugað var að sjö fulltrúar færu frá félaginu; fjórir starfsmenn á kjarasviði og þrír formenn deilda. Vegna forfalla komust einungis þrír frá félaginu en þau voru sammála um að námsstefnan hefði heppnast í alla staði mjög vel. Námsstefnan var byggð upp á fyrirlestrum í stærri og minni hópum, vinnustofum og verkefnavinnu. Fullt var á námsstefnuna, en um 50 þátttakendur frá stéttarfélögum á opinbera markaðnum og hinum almenna ásamt fulltrúum viðsemjanda sátu hana.
Á vef ríkissáttasemjara segir að á þessum námstefnunum er verið að stefna saman aðilum sem sæti eiga í samninganefndum og vinna að kjarasamningagerð í landinu. Þarna gefst því einstakt tækifæri til að bæta vinnubrögðin við kjarasamningagerðina, læra nýjustu aðferðir, deila reynslu og efla marksækni og fagmennsku við samningaborðið.
Markmið námstefnanna er að efla færni samninganefndarfólks, auka fagmennsku við kjarasamningaborðið og stuðla að órofa samningaferli.
Að námskeiðinu loknu eiga þátttakendur að hafa öðlast: