Athygli er vakin á því að nú er hægt að kaupa Útilegukortið á orlofsvef félagsins. Félagið niðurgreiðir kortið og því geta félagsmenn keypt eitt kort á ári á. 17.900, en fullt verð er kr. 24.900.
Útilegukortið gildir á viðkomandi tjaldsvæðum á meðan tjaldsvæðin eru opin fyrir almenning út árið 2024, en þó ekki lengur en til 15. september. Kortið veitir tveim fullorðnum og fjórum börnum undir 16 ára aldri fría gistingu á tjaldsvæðum samstarfsaðila Útilegukortsins í allt að 28 gistinætur á hverju starfsári þess. Engin takmörk eru fyrir því hve oft má koma á hvert tjaldsvæði innan gistináttanna 28 en einungis má gista í fjórar nætur samfellt í hvert skipti. Útilegukortið gildir fyrir tjöld, tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla.
Allar upplýsingar um kortið má fá á vefsíðunni www.utilegukortid.is
Kortið er eingöngu til sölu á orlofsvef félagsins! Athugið að gott er að panta með góðum fyrirvara. Það getur tekið allt að viku, jafnvel rúmlega það, að fá kort með póstinum.