Úthlutað á morgun vegna orlofskosta sumarsins

Föstudaginn 21. apríl sl. rann út frestur til að skila inn umsóknum fyrir sumarið um orlofsíbúð, orlofshús eða “Orlof að eigin vali.” Vert er að benda félagsmönnum á að úthlutun vegna orlofskosta sumarsins fer fram á morgun, þriðjudaginn 25. apríl. Þá munu allir sem sóttu um fá svar, hvort sem það verður jákvætt eða neikvætt.

Þeir sem sóttu um þurfa bara að skrá sig inn á orlofsvef félagsins, smella á hlekkin SÍÐAN MÍN og þá má finna svarbréfið frá félaginu. Allir sem sóttu um eiga líka að fá svarbréfið í tölvupósti frá félaginu á morgun. 

  • Þeir sem fá úthlutað þurfa að ganga frá greiðslu í síðasta lagi 2. maí 2023.
  • 5. maí 2023 kl. 10:00 verður opnað á netinu fyrir það sem enn verður laust. Þá gildir fyrstur kemur, fyrstur fær. Einnig verður hægt að hafa samband við skrifstofur félagsins til að fá upplýsingar um lausar vikur.