Þann 1. maí ár hvert er styrkjum úr Minningarsjóði Eðvarðs Sigurðssonar úthlutað til verkefna sem varða sérstaklega íslenskan vinnumarkað, hagsmuni launafólks og starfsemi verkalýðshreyfingarinnar.
Í ár samþykkti stjórn sjóðsins að veita eftirfarandi styrki:
Guðmundur Ævar Oddsson og Kristinn Már Ársælsson hlutu 1.000.000 kr. til verkefnisins Huglæg virðingarstaða á tímum félagslegs umróts og róttækari verkalýðsbaráttu: Áhrif stéttarfélagsaðildar, stéttar og innflytjendastöðu. Verkefnið felur í sér rannsókn á áhrifum stéttarfélagsaðildar, stéttar og innflytjendastöðu á huglæga virðingarstöðu (e. subjective social status) á Íslandi frá árinu 2009. Huglæg virðingarstaða endurspeglar upplifun einstaklingar af stöðu sinni í virðingarstiga samfélagsins. Rannsóknin auki skilning á áhrifum stéttarfélagsaðildar og orðræðu verkalýðsforystu.
Hrafnkell Freyr Lárusson hlaut 500.000 kr. styrk til verkefnisins Lýðræði í mótun (bókarútgáfa). Um er að ræða ritverk um tilkomu og vöxt félaga og félagshreyfinga á Íslandi á árabilinu 1874-1915 og þáttur þeirra í lýðræðisþróun. Mikilvægur þáttur í lýðræðisþróun hafi verið stofnun fyrstu stéttarfélaga meðlýðræðislegu fyrirkomulagi. Rannsókn á íslenskri nútímavæðingu..
Magdalena Samsonowicz hlaut 300.000 kr. styrk til vinnslu MSc ritgerðar í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði – Samanburðarrannsókn á skynjunum, viðtökum og árangri af geðheilbrigðisíhlutunum á vinnustöðum á Íslandi. Verkefnið felur í sér eigindlega rannsókn sem auka á skilning á ástæðum þess að lítið er um forvarnir gegn geðheilsuvandamálum á íslenskum vinnustöðum. Geðheilsuvandamál eru helsta orsök örorku á Íslandi, en lítið um stuðning frá atvinnurekendum. Verkefnið gæti veiti innsýn í málaflokkinn og hvatt til markvissra aðgerða.
Skafti Ingimarsson hlaut 500.000 kr. styrk til þess að vinna að ævisögu Einars Olgeirssonar. Verkefnið varpi nýju ljósi á Einar Olgeirsson, bæði sem einstakling og stjórnmálamann. Um leið verði saga íslenskra stjórnmála og verkalýðshreyfingar rakin. Saga Einars nátengd sögu verkalýðshreyfingarinnar. Innlegg í íslenska stjórnmála- og verkalýðssögu á öldinni sem leið.
Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar var stofnaður árið 1983 til minningar um Eðvarð Sigurðsson, formann Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Sjóðurinn er í umsjá Alþýðusambands Íslands.
Stjórn sjóðsins skipa: Finnbjörn A. Hermannsson, Grétar Þorsteinsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.