Í lok árs 2022 hlaut VIRK upplýsingaöryggisvottun ISO/IEC 27001:2013 á allri starfssemi sinni, líklega fyrst sambærilegra stofnana hér á landi. Vottunin er endapunktur tæplega tveggja ára innleiðingu gæðakerfis VIRK um upplýsingaöryggi.
Með upplýsingaöryggisvottuninni náðist markmið sem sett hafði verið í stefnumótun VIRK. Helstu niðurstöður vottunarinnar voru þær að engin frábrigði fundust og að augljóslega væri unnið að stöðugum umbótum innan gæðakerfis VIRK.
Þessi viðurkenning og vottun á gæðakefi er gríðarlega mikilvæg stofnun eins og VIRK þar sem starfsemin felur í sér vinnslu á persónuupplýsingum þjónustuþega til þess að tryggja árangursríka og einstaklingsmiðaða starfsendurhæfingu þeirra
Vottunin felur í sér viðurkenningu á þvi að gæðakerfi VIRK er traust og að það haldi utanum upplýsingaeignirnar og geri allt til að tryggja öryggi, tiltækileika og réttileika upplýsinga og gagna í kerfinu og tryggja þannig rétt einstaklinga til persónuverndar.
Fjórir ráðgjafar eru starfandi fyrir sjúkrasjóði stéttarfélaganna í Eyjafirði; Helga Þyri sem jafnframt er verkefnastjóri á svæðinu, Kristín, Nicole og Svana. Ráðgjafar VIRK eru starfmenn Einingar-Iðju, en starfa fyrir öll stéttarfélög á svæðinu, og hafa aðsetur á skrifstofu félagsins á 2. hæð í Alþýðuhúsinu á Akureyri. Hægt er að ná í ráðgjafana í síma 460 3600.
Ágúst Sigurður Óskarsson starfar sem Atvinnulífstengill hjá VIRK. Hann er starfmaður Framsýnar, en starfar fyrir öll stéttarfélög á Eyjafjarðarsvæðinu. Hann er með aðsetur á skrifstofu FVSA á 3. hæð í Alþýðuhúsinu á Akureyri í einn til tvo daga í viku. Hann er með síma 464 6608 og netfangið virk@framsyn.is