Uppfærður heildarkjarasamningur SGS og SA kominn á vefinn

Starfsgreinasambandið og Samtök atvinnulífsins skrifuðu undir nýjan kjarasamning í mars sl. vegna starfa á almennum vinnumarkaði og gildir sá samningur frá 1. febrúar 2024 til 1. febrúar 2028.

Að undanförnu hafa samningsaðilar unnið að því að uppfæra heildarkjarasamninginn m.t.t. þeirra atriða sem samið var um í mars og er þeirri vinnu nú lokið. Uppfærðan heildarkjarasamning má nálgast hér á heimasíðunni.

Heildarkjarasamningur SGS og SA 2024-2028

Samningurinn verður einnig gefinn út í takmörkuðu upplagi á prenti og verður hægt að nálgast þá útgáfu hjá einstökum aðildarfélögum SGS þegar þar að kemur.

Vinna að uppfærðri útgáfu kjarasamnings SGS og SA vegna veitinga-, gisti-, þjónustu- og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi er í gangi og verður uppfærður samningur aðgengilegur á heimasíðu SGS um leið og þeirri vinnu lýkur.