Umboðið til SGS

Á fundi samninganefndar félagsins sem haldinn var í gær var samþykkt að veita Starfsgreinasambandi Íslands samningsumboð vegna tveggja samninga sem renna út á næsta ári. Annars vegar er að ræða kjarasamning fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og SGS sem rennur út 31. mars og hinsvegar kjarasamning Sambands Íslenskra sveitarfélaga og SGS sem rennur út 30. september. 

Þá voru kröfugerðir vena þessara samninga samþykktar á fundinum. Haldnir hafa verið fundir með trúnaðarmönnum á þeim vinnustöðum þar sem þessir samningar eru í gildi og rædd þeirra sérmál. Settar voru saman kröfugerðir sem að megin atriðum eru samkvæmt því sem samninganefndin samþykkti vegna almenna samningsins og síðan viðbótum er snúa að áðurnefndum samningum.