Trúnaðarmannanámskeið stendur nú yfir

Nú stendur yfir trúnaðarmannanámskeið, 2. hluti, í sal félagsins á Akureyri og taka 14 trúnaðarmenn þátt í því, 11 frá Einingu-Iðju, tveir frá FVSA og einn frá VM. Námskeiðið hófst sl. miðvikudag og mun því ljúka síðar í dag.

Fyrsta daginn fór Þórir Gunnarsson, hagfræðingur hjá ASÍ, yfir almannatryggingar og lífeyrissjóði. Í gær fór Sigurlaug Gröndal, frá Félagsmálaskóla Alþýðu, yfir lestur launaseðla og launaútreikning. Í dag sjá starfsmenn félaganna, þar á meðal Einingar-Iðju, um að fara yfir starfsemi félaganna, kjarasamninga og sjóði.

Stiklur um efnið

  • Nemendur kynnast starfsemi stéttarfélagsins, réttindum félagsmanna

  • Nemendur læra á innihald og uppbyggingu kjarasamninga og helstu túlkun á þeim

  • Nemendur kynnast sjóðum félagsins og réttindum félagsmanna í þeim

  • Nemendur læra reiknitölur helstu launaliða

  • Nemendur kynnast grunnuppbyggingu launaseðla og launaútreikninga svo og staðgreiðslu skatta

  • Lögð er megináhersla á mikilvægi góðra samskipta á vinnustað, hvernig megi stuðla að góðum samskiptum

  • Skoðuð er mismunandi framkoma, áhrif hennar á okkur og aðra

  • Nemendur kynnast afleiðingum langvarandi slæmra samskipta, eineltis á vinnustað, hvernig bregðast eigi við og ábyrgð gerenda og atvinnurekenda.

Nánar um menntun og fræðslu trúnaðarmanna