Trúnaðarmannanámskeið, hluti 4, stendur nú yfir

Nú stendur yfir trúnaðarmannanámskeið, 4. hluti, í sal félagsins á Akureyri. Námskeiðið hófst sl. miðvikudag og lýkur í dag. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Sigurlaug Gröndal, frá Félagsmálaskóla Alþýðu, Aleksandra Leonardsdóttir, frá ASÍ og fulltrúi frá VIRK sem var með kynningu á VIRK og starfi ráðgjafa hans. 

Í þessum hluta var m.a. fjallað um hvernig sjálfstraust einstaklinga hefur áhrif á samskipti og leiðir til að efla sjálfstraust, framsögu og umræður á vinnustað og félagsfundum og eins og áður segir var kynning á VIRK - starfsendurhæfingu og á Vinnueftirlitinu. 

Næstu námskeið verða í haust. Þá verða send bréf á trúnaðarmenn sem rétt hafa á að sitja þau námskeið sem verða í boði. Trúnaðarmannanámskeið eru trúnaðarmönnum að kostnaðarlausu.  

Nánar um trúnaðarmenn og hlutverk þeirra