Trúnaðarmannanámskeið, hluti 3, stendur nú yfir

Fjarfundur í gangi. Róbert sá um kennsluna fyrsta daginn og komst norður en vegna veðurs í gær og í …
Fjarfundur í gangi. Róbert sá um kennsluna fyrsta daginn og komst norður en vegna veðurs í gær og í dag komust þær Karen og Bergþóra ekki norður og því fór kennslan fram í fjarfundi.

Nú stendur yfir trúnaðarmannanámskeið, 3. hluti, í sal félagsins á Akureyri. Námskeiðið hófst sl. miðvikudag og lýkur í dag, föstudaginn 27. janúar 2023. 14 trúnaðarmenn frá Einingu-Iðju og FVSA  sitja þetta námskeið en kennsla fer fram þessa þrjá daga á milli kl. 9 og 16.

Þrír leiðbeinendur komu frá ASÍ og Félagsmálaskóla Alþýðu; þau Róbert Farestveit, Sviðsstjóri og hagfræðingur hjá ASÍ, Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir, Lögfræðingur hjá ASÍ, og Bergþóra Hrönn Guðjónsdóttir, Sviðsstjóri hjá ASÍ. Róbert sá um kennsluna fyrsta daginn og komst norður en vegna veðurs í gær og í dag komust þær Karen og Bergþóra ekki norður og því fór kennslan fram í fjarfundi. 

  • Stiklur um efnið

    • Megináhersla er lögð á lög um vinnurétt og hvernig þau styðja kjarasamninga og hvernig íslenskur vinnumarkaður er upp byggður.
    • Lögð er áhersla á rétt launamanna t.d. til fæðingarorlofs, atvinnuleysistrygginga og ýmis þau réttindi í lögum og reglugerðum sem íslenskur vinnumarkaður byggir á.
    • Nemendur kynnast helstu hugtökum í samningtækni. Lögð er áhersla á eðli og markmið samninga, grunnatriði samningagerðar, hvernig hún er notuð í daglegu lífi við úrlausn mála sem koma inn á borð trúnaðarmanna
    • Nemendur kynnast starfsemi Vinnueftirlistins og vinnuvernd á vinnustöðum, ábyrgð launagreiðenda á vinnuumhverfi starfsmanna sinna.
    • Kynnt er áhættumat og hvernig það er gert, einnig kosningu og skipun vinnuverndarfulltrúa.

Næstu námskeið