Trúnaðarmannanámskeið, hluti 2, stendur nú yfir

Nú stendur yfir trúnaðarmannanámskeið, 2. hluti, í sal félagsins á Akureyri. Námskeiðið hófst sl. miðvikudag og lýkur í dag. Á námskeiðinu kynnast nemendur starfsemi stéttarfélagsins, kynnast sjóðum félagsins og réttindum félagsmanna í þeim. Einnig læra nemendur reiknitölur helstu launaliða, kynnast grunnuppbyggingu launaseðla og launaútreikninga svo og staðgreiðslu skatta og mikilvægi varðveislu launaseðla. Nemendur kynnast þeim tryggingum sem við höfum í gegnum kjarasamninga, almanntryggingakerfið og uppbygginu og tilgang lífeyrissjóðakerfisins, læra á innihald og uppbyggingu kjarasamninga og helstu túlkun á þeim. 

Leiðbeinendur í gær og fyrradag voru Þórir Gunnarsson, hagfræðingur hjá ASÍ og Sigurlaug Gröndal, frá Félagsmálaskóla Alþýðu. Í dag sjá starfsmenn félagsins um fræðsluna og fjalla m.a. um kjarasamninga og félagið sjálft. 

Næstu námskeið
Ekki er búið að tímasetja næstu námskeið hjá félaginu. Boð verða send á þá trúnaðarmenn sem eiga eftir að sitja námskeið þegar þau verða í boði. Forsenda þess að trúnaðarmenn geti sinnt starfi sínu sem skyldi er að sækja trúnaðarmannanámskeið, en námskeiðin eru trúnaðarmönnum að kostnaðarlausu. 

Þeir trúnaðarmenn félagsins sem vilja sækja námskeið eru vinsamlegast beðnir að tilkynna þátttöku sína til félagsins í síma 460 3600 eða á netfangið ein@ein.is 

Sjá nánar hér